parket
Starfsmenn okkar búa yfir mikilli reynslu í parketlögnum og eru þekktir fyrir að vanda til verka. Tökum að okkur bæði stór og smá verkefni og vinnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki sem og aðra verktaka. Við vinnum með allar gerðir af parketi, hvort sem það er gegnheilt, harðparket eða vínylparket. Við vinnum náið með öllum helstu umboðsaðilum og birgjum landsins og getum veitt ráðgjöf varðandi val á gólfefni sé eftir því leitað.
Sért þú að velta því fyrir þér að skipta um gólfefni á heimilinu þínu eða vinnustað, ekki hika við að hafa samband.