Verkin okkar

Í gegnum árin hefur Pons unnið fyrir marga af stærstu verktökum landsins og komið að mörgum skemmtilegum verkefnum. Við erum ákaflega stolt af þeim öllum en hér að neðan má sjá yfirlit yfir nokkur þeirra. 

5N0A7243

201 Smári - sunnusmári

201 Smári er verkefni á vegum fasteignaþróunarfélagsins Klasa þar sem
675 íbúðir eru í byggingu ásamt verslunar- og þjónusturýmum.
Pons hefur komið að því að leggja parket á allar íbúðir í þeim fjölbýlishúsum sem hafa þegar risið í hverfinu. Auk þess sem við höfum sett upp innihurðir, teppalagt
stigaganga og lagt dúk í þeim húsum sem hafa risið. 

hjúkrunarheimili við sléttuveg

Við Sléttuveg í Reykjavík eru að rísa 2 hjúkrunarheimili fyrir aldraða, á vegum Hrafnistu, og sér Pons um að leggja öll gólfefni í báðum húsum. Í febrúar 2020 tók Hrafnista í notkun hús með 99 hjúkrunarrýmum og sáum við um að leggja linoleum dúk á öll herbergi og sameiginleg rými í húsinu. 

Sumarið 2020 verða svo teknar í notkun 60 nýjar leiguíbúðir í húsnæði við hliðina en þær verða sambyggðar hjúkrunarrýminu. Allar leiguíbúðir, sem og sameiginleg rými, verða með harðparketi, samtals um 3.500m2,  sem Pons sér um að leggja. Pons sá einnig um að flota öll rými í byggingunni. 

5N0A7180
5N0A7224

höfuðstöðvar íslandsbanka

Norðurturninn í Kópavogi er 15 hæðir og heildar gólfflötur rúmlega 18.000 fermetrar. Skrifstofur eru á 12 hæðum og er heildar gólfflötur hverrar hæðar rúmlega 900 fermetrar. Pons sá um að leggja gólfefni á 14 hæðir, bæði teppaflísar og vínylparket, samtals rúmlega 11.000 fermetra.