Loftadúkar
Loftadúkar opna algjörlega nýtt viðmið þegar kemur að klæðningum í loft. Hljóðvist fær algjörlega nýja meiningu og henta loftadúkarnir heimilum jafnt sem fyrirtækjum. Uppsetningin er einföld og mjög fljótleg auk þess sem ryk- og lyktarmengun er engin.
Loftadúkarnir sem við notum eru frá þýska framleiðandanum Pongs og eru þeir framleiddir undir vörumerkjunum AKUSTICO og SILENCIO.
Við getum sniðið dúkana í kringum hvaða tegund af ljósum sem er (innfelld eða utanáliggjandi) og eins er hægt að sníða dúkana í kringum annan búnað eins og reyk- og hreyfiskynjara o.s.frv.
Parki er umboðsaðili Pongs á Íslandi og vinnum við öll verkefni í góðu samstarfi við Parka.