Loftadúkar

Loftadúkar opna algjörlega nýtt viðmið þegar kemur að klæðningum í loft. Hljóðvist fær algjörlega nýja meiningu og henta loftadúkarnir heimilum jafnt sem fyrirtækjum. Uppsetningin er einföld og fljótleg auk þess sem ryk- og lyktarmengun er engin. 

Loftadúkarnir sem við notum eru frá franska framleiðandanum Clipso og hafa þær bæði CE og ISO 90001 vottun. Loftadúkarnir frá Clipso eru umhverfisvænir, innihalda ekki PVC en eru með myglu- og bakteríudrepandi húðun (495DAB) og henta því á votrými jafnt sem almenn rými.  Þá er hægt að mála og auðvelt er að þrífa þá. 

Við getum sniðið dúkana í kringum hvaða tegund af ljósum sem er (innfelld eða utanáliggjandi) og eins er hægt að sníða dúkana í kringum annan búnað eins og reyk- og hreyfiskynjara o.s.frv. Dúkarnir frá Clipso koma í 4 breiddum, 2, 3, 4 og 5m en hægt er að strekkja þá nánast takmarkalaust á lengdina

hafa samband